Ein allra stærsta brautskráning í sögu VMA

Ein allra stærsta brautskráning í sögu VMA

Brautskráningarnemdendur úr Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa í dag fengið skírteini sín afhent. Á vef skólans segir að útskriftin í dag fari í sökubækurnar fyrir margra hluta sakir.

„Í fyrsta lagi vegna aðstæðna sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað, sem gerði það að verkum að vegna fjöldatakmarkana var ekki unnt að hafa brautskráninguna í Menningarhúsinu Hofi eins og venja er, í öðru lagi er þessi brautskráning ein sú allra stærsta í 36 ára sögu VMA, ef ekki sú stærsta, og í þriðja lagi hafa aldrei fleiri verknemar fengið afhent brautskráningarskírteini í sögu skólans eða 114.“

Heildarfjöldi brautskráðra í dag er 191 nemandi með 218 skírteini af 34 námsbrautum. Í desember sl. brautskráði VMA 69 nemendur og því hafa 260 nemendur verið brautskráðir frá VMA á þessu skólaári.

Sviðsstjórarnir Harpa Jörundardóttir, Ómar Kristinsson og Baldvin B. Ringsted afhentu brautskráningarnemum skírteini sín í dag.

Á vef skólans má finna myndir sem voru teknar í VMA í dag við afhendingu brautskskráningarskírteinanna.


UMMÆLI