Einstaklingar á Akureyri sem virða ekki einangrun

Einstaklingar á Akureyri sem virða ekki einangrun

Erfitt hefur reynst fyrir Almannavarnir á Norðurlandi eystra að rekja ferðir einstaklings sem greinst hefur með kórónuveiruna. Einstaklingurinn sem tengist undirheimunum á Akureyri hefur ekki virt einangrun. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

51 virk smit eru á Norðurlandi eystra og tíu ný smit hafa greinst frá því í gær.

Sjá einnig: Nokkur smit utan sóttkvíar og dreifast víða

Hermann Karlsson hjá aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi eystra segir í samtali við fréttastofu RÚV að smitin séu að dreifast ansi víða og skapa mikið flækjustig.

Hann segir enn fremur að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af smituðu fólki og fólki sem á að vera í sóttkví.

„Við vorum undirbúnir að vissu leiti en þetta skapar mikil og erfið verkefni og samskipti við aðila sem að svona öllu jöfnu vilja ekkert með okkur hafa eða eiga samskipti við lögreglu.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó