„Ekkert brotið nema stoltið“

„Ekkert brotið nema stoltið“

Grenvíkingurinn Jakob Þór Möller, eigandi Bíleyri á Akureyri, var heppinn að ekki fór verr þegar hann lenti í rafskútuslysi á Ítalíu. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en myndbandið er mögulega ekki fyrir viðkvæma.

Jakob var staddur í Rimini á Ítalíu þar sem hann var ásamt vinum sínum að horfa á MotoGP mótorhjólakeppnina.

Eitt kvöld í ferðinni voru vinirnir að skoða borgina á rafskútum og tóku lyftu upp á hæð í borginni. Jakob ákvað að fara niður tröppur á rafskútunni í staðinn fyrir að taka lyftuna niður aftur. Þegar hann kom niður tröppurnar náði hann þó ekki að stöðva sig og endaði á staur. Það var þó ef till vill lán að Jakob endaði á staurnum þar sem að annars hefði hann endað úti á miðri umferðargötu.

„Hann er ekkert slasaður, hann fór á Sjúkrahúsið og lét athuga það þegar við komum heim og var sendur í myndatöku og ekkert var brotið nema stoltið, það mun taka smá stund að lagast,“ segir ferðafélagi Jakobs í spjalli við Kaffið.

Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á veraldarvefnum en hér að neðan má sjá það:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó