Ekki kunnugt um alvarlegar aukaverkanir vegna Astra Zeneca á Norðurlandi

Ekki kunnugt um alvarlegar aukaverkanir vegna Astra Zeneca á Norðurlandi

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands kemur fram að ekki sé kunnugt um neinar alvarlegar aukaverkanir hjá fólki sem hefur verið bólusett með bóluefninu Astra Zeneca á Norðurlandi.

Þann 11. mars síðastliðinn var ákveðið að fresta bólusetningum með bóluefninu Astra Zeneca á Íslandi, tímabundið. Í tilkynningu frá HSN segir að þetta séu ítrustu varúðarráðstafanir og þær séu gerðar til að gæta fyllsta öryggis vegna fregna af hugsanlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu.

HSN mun bíða eftir frekari fyrirmælum frá Sóttvarnarlækni varðandi næstu skref bólusetninga með efninu frá Astra Zeneca.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bóluefnið hafa reynst vel í frétt á vef RÚV í gær. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu sem eru að leggja á þetta mat og munu koma með yfirlýsingu á fimmtudaginn. Það þarf að hafa í huga að þetta er sjúkdómur sem sést og spurningin er bara hvort tíðnin eða áhættan sé meiri við bólusetningu heldur en gengur og gerist,“ segir hann á RÚV.

Hann segir að það væri mikil synd ef neikvæð umræða um bóluefnið yrði til þess að fólk vildi síður fá það og hefur áhyggjur af því.

„Það hefur verið svolítið neikvæð umræða um þetta bóluefni að ósekju finnst mér. Því að þetta bóluefni er að virka mjög vel og maður sér það í Bretlandi þar sem er búið að bólusetja 11 milljónir manna með þessu bóluefni að það hefur þetta ekki verið tilkynnt og þetta virðist vera að virka bara ágætlega. Og ég held að þetta sé gott bóluefni,“ segir hann en umfjöllun RÚV má nálgast í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI