Eldur í blokk í miðbæ Akureyrar

Eldur í blokk í miðbæ Akureyrar

Eldur kom upp á svölum í blokkaríbúð í miðbæ Akureyrar í kvöld. Eldurinn kom upp í grilli á svölunum.

Öll vakt slökkviliðsmanna á Ak­ur­eyri var send út vegna eldsins sem talið er að hafi komið upp þegar gaskútur sem var tengdur við grillið sprakk.

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning rétt fyrir klukkan átta og í kjölfarið var Slökkvilið Akureyrar fljótt á vettvang.

Slökkviliðið hefur nú slökkt eldinn. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri gekk vel að slökkva eldinn og það náðist áður en eldurinn dreifði sér.

Talið er að lítið eignartjón hafi orðið vegna eldsins og þá varð ekkert manntjón.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó