Erill hjá lögreglunni á Akureyri í nótt

Erill hjá lögreglunni á Akureyri í nótt

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og fram á morgun. Hávaði var frá heimasamkvæmum sem þurfti að leysa upp. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar er haft eftir varðstjóra lögreglunnar á Akureyri að fólk hafi greinilega ekki verið tilbúið að hætta að skemmta sér þegar skemmtistaðir lokuðu klukkan 23. Stöðugur erill var hjá lögreglunni eftir miðnætti til morguns þar sem fjölmennustu partíin voru leyst upp.

Að sögn varðstjóra er mikið af fólki í bænum en allir hlýddu fyrirmælum lögreglu og þurfti enginn að gista fangageymslur í nótt.


Goblin.is

UMMÆLI


Goblin.is