Fækkar um einn í einangrun og fjóra í sóttkví

Fækkar um einn í einangrun og fjóra í sóttkví

Virkum smitum vegna Covid-19 fer áfram fækkandi á Norðurlandi eystra en alls eru nú fimm einstaklingar í einangrun. Þeim hefur fækkað um einn frá því í gær, þegar sex voru í einangrun.

Einnig hefur fækkað í sóttkví en nú eru aðeins þrír einstaklingar í sóttkví á svæðinu í samanburði við sjö í gær.
Þessar upplýsingar eru samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.

UMMÆLI