fbpx

Færðu Krabbameinsfélaginu styrk að verðmæti 2.500.000 króna

Færðu Krabbameinsfélaginu styrk að verðmæti 2.500.000 króna

Starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrenni styrk að verðmæti 2.500.000 króna í dag.

Þetta er upphæðin sem safnaðist með ágóða af Vertu Kaldur verkefni Bruggsmiðjunnar.

„Við viljum þakka öllum þeim sem veittu okkur lið og hjálpuðu okkur að styrkja þetta frábæra starf sem félagið heldur uppi,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Kalda.

UMMÆLI