„Fár­an­legt að umræðan snú­ist um það hvort megi selja áfengi þegar fólk er nú þegar að drekka“

„Fár­an­legt að umræðan snú­ist um það hvort megi selja áfengi þegar fólk er nú þegar að drekka“

Sala á áfengi í veitingasölum skíðasvæðisins hófst um helgina í Hlíðarfjalli. Fjölmennt var á skíðasvæðinu en Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að áfengissalan sem slík hafi farið vel af stað. Þetta kemur fram í umfjöllun á mbl.is.

Bæjarráð Akureyrarbæjar veitti skíðasvæðinu vínveitingaleyfi í síðasta mánuði. Brynjar segir í samtali við mbl.is að eitthvað hafi verið af fólki sem kom inn á skíðasvæðið með itt eigið áfengi. Hann telur betra að selt sé léttvín í veitingasölunni en að fólk sé að smygla sterkara áfengi inn á svæðið.

„Okk­ur finnst betra að fólk sé bara með létt­vín inni á veit­ingastað í staðinn fyr­ir að það sé að gera svona. Þetta er bara það sem er og verður og það er erfitt að stöðva þetta því miður,“ seg­ir Brynj­ar í sam­tali við mbl.is.

Engar tilkynningar bárust Hlíðarfjalli vegna áfengisdrykkju. Eitthvað var um kvartanir á samfélagsmiðlum vegna drykkju en Brynjar segir að það hafi ekki tengst áfengissölunni heldur af því að ungmenni hafi verið að smygla sterku áfengi inn á skíðasvæðið. Hann segir erfitt að auka eftirlit með áfengisdrykkju vegna fjölda starfsfólks.

„Það er fár­an­legt að umræðan snú­ist alltaf um það hvort megi selja áfengi á veit­inga­stöðum þegar fólk er nú þegar að drekka, en þá er það alla­vega und­ir eft­ir­liti. Við erum bara með viss­an fjölda af starfs­fólki, það er rosa erfitt fyr­ir okk­ur að vera að auka eft­ir­lit með þessu,“ seg­ir Brynj­ar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó