Fjöldi ungmenna mótmælti aðgerðarleysi í loftlagsmálum á Ráðhústorgi

Fjöldi ungmenna mótmælti aðgerðarleysi í loftlagsmálum á Ráðhústorgi

Fjöldi ungmenna var samankomin á Ráðhústorgi á Akureyri í dag í tengslum við loftlagsverkfall sem Stúdentafélag Háskólans á Akureyri, Huginn skólafélag Menntaskólans á Akureyri og Þórduna nemendafélag Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu fyrir.

Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, m.a. í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Svíþjóð.

,,Við krefjumst þess að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verður atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verður ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað. Við viljum afdráttarlausar aðgerðir. Núna. Fyrir komandi kynslóðir. Fyrir loftslagið,“ segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum verkfallsins.

UMMÆLI

Sambíó