Fjölskyldu Zumba í Lystigarðinum

Fjölskyldu Zumba í Lystigarðinum

Á morgun, sunnudaginn 18. september verður gleði- og dansstund fyrir fjölskylduna í Lystigarðinum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.

Zumba drottningin Eva Reykjalín mun sjá um að halda uppi fjörinu og sjá til þess að allir skemmti sér vel. Tíminn byrjar klukkan 13 og stendur í um það bil hálftíma.

Tíminn er fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna. Aðal málið er að koma saman og hafa gaman. Allir þátttakendur fá drykk til að svala þorstanum í lok tímans.

Tíminn verður á grasfletinum við Garðskálann. Hægt er að ganga inn um innganginn hjá sjúkrahúsinu eða hjá Menntaskólanum og ganga að kaffihúsinu Lyst og þið munið renna á hljóðið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó