Fjórir Akureyringar í A-landsliði Íslands

14650219_1159915450753860_6012418747020222372_n

Geir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM.

Fjórir Akureyringar eru í hópnum en það eru þeir Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson.

Arnórarnir báðir eru reynslumiklir landsliðsmenn en Guðmundur Hólmar hefur leikið fjórtán landsleiki. Geir er hinsvegar nýliði í hópnum en hann hefur byrjað vel í franska handboltanum eftir að hafa gengið til liðs við Cesson-Rennes í sumar.

Ísland hefur leik miðvikudaginn 2. nóvember þegar liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöll kl.19.30. Í kjölfarið heldur liðið til Úkraínu og leikur þar við heimamenn laugardaginn 5. nóvember kl.16.00.

Hópurinn í heild sinni

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Grétar Ari Guðjónsson, Selfoss

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Arnór Atlason, Aalborg Handball
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Geir Guðmundsson, Cesson Rennes
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen
Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Haukar
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Handball
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

UMMÆLI

Sambíó