fbpx

Fjórir nemendur VMA hljóta styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Fjórir nemendur VMA hljóta styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Fjórir af átta iðnnemum sem fengu úthlutað styrk úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir árið 2019/2020 eru nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri – þrír í vélstjórn og einn í grunndeild rafiðna.

Úthlutað var úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir árið 2019/2020 síðastliðinn föstudag í Kviku banka í Borgartúni. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, úthlutuðu styrkjunum til átta iðnnema. Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Þessir fjórir styrkþegar úr VMA eru þau Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir, nemi í vélstjórn (1 milljón króna), Lára Guðnadóttir, nemi í vélstjórn (500 þúsund kr.), Örn Arnarson, nemi í vélstjórn (500 þúsund kr.) og Vala Alvilde Berg, nemi í grunndeild rafiðna (500 þúsund kr.). Vélstjórnarnemarnir eru allir á þriðja ári, Þóra Kolbrún er úr Eyjafjarðarsveit en Lára og Örn eru bæði Austfirðingar. Vala Alvilde er á þriðju önn í grunndeild rafiðna, hún er frá Akureyri.

Nánar má lesa um úthlutunina á vef VMA með því að smella hér.

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA