Fjórir nemendur VMA hljóta styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Fjórir nemendur VMA hljóta styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Fjórir af átta iðnnemum sem fengu úthlutað styrk úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir árið 2019/2020 eru nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri – þrír í vélstjórn og einn í grunndeild rafiðna.

Úthlutað var úr Hvatningarsjóði Kviku fyrir árið 2019/2020 síðastliðinn föstudag í Kviku banka í Borgartúni. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, úthlutuðu styrkjunum til átta iðnnema. Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Þessir fjórir styrkþegar úr VMA eru þau Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir, nemi í vélstjórn (1 milljón króna), Lára Guðnadóttir, nemi í vélstjórn (500 þúsund kr.), Örn Arnarson, nemi í vélstjórn (500 þúsund kr.) og Vala Alvilde Berg, nemi í grunndeild rafiðna (500 þúsund kr.). Vélstjórnarnemarnir eru allir á þriðja ári, Þóra Kolbrún er úr Eyjafjarðarsveit en Lára og Örn eru bæði Austfirðingar. Vala Alvilde er á þriðju önn í grunndeild rafiðna, hún er frá Akureyri.

Nánar má lesa um úthlutunina á vef VMA með því að smella hér.


UMMÆLI

Sambíó