Flammeus gefur frá	sér	stefnulýsingu í formi	lagsins Monochrome

Flammeus gefur frá sér stefnulýsingu í formi lagsins Monochrome

Í dag kemur út lagið Monochrome með Flammeus. Flammeus er listamannsnafn tónlistarmannsins Tuma Hrannar-Pálmasonar. Hann er bassaleikari, gítarleikari, píanóleikari, söngvari, laga- og textasmiður frá Akureyri.

Fyrsta sólóplata Flammeusar „The Yellow“ (2019) var unnin í samstarfi við þá Guðjón Andra Jónsson (hljómborð), Hafstein Davíðsson (trommuseQ og slagverk), Jóhannes Stefánsson (rafgítar) og Sigfús Jónsson (mix&master).

Það framleiðsluferli var Flammeusi afar lærdómsríkt og skemmtilegt, og endaði í útgáfutónleikum á Græna Hahnum 4. júlí við góðar undirtektir.

Efni af henni fór hljómsveitin með í Músíktilraunir 2019 og komst í úrslit, þar sem Flammeus vann einstaklingsverðlaun fyrir bassaleik og
Guðjón sömuleiðis fyrir hljómborðsleik.

Þrjú lög hafa komið frá Flammeusi til viðbótar eftir útgáfu The Yellow, en það eru lögin „Smooth Talking“, „Fiber,“ „High Up Above“ og „Birch.“

Flammeus hyggst halda Þýskalands næsta haust í JazzBachelor nám með bassa sem aðalhljóðfæri. 2019 hlaut Tumi sumarstyrk ungra listamanna frá Akureyrarbæ og kom það listasumrið fram við hin ýmsu efni undir listamannsnafninu Flammeus í nafni bæjarins.

2016-2017 keppti Tumi í The Voice Ísland og fór þar alla leið í live-umferðirnar, ásamt 11 öðrum keppendum.

„Með þessu lagi langar mig að ná Cl allra sem geyma innra með sér „hopeless romantic“ tendensa, ég vil gera það ljóst hér með að ég hef sjálfur leitað í depurðinni og fundið í henni óendanlega listræna fegurð og
innblástur listsköpunar. Skilaboðin sem ég vil bera eru þau að hægt sé að lifa eftir þessari ljúfsáru hugmyndafræði án þess að missa tifinninguna fyrir því hvað þarf að gera til að lifa góðu og ástatamiklu lífi,“ segir Tumi um lagið Monochrome.

Hér má forvista lagið á Spotify, en það er gríðarleg hjálp í því að koma Spotify algóritmanum í gang, listamanninum í hag.

UMMÆLI

Sambíó