Flugum aflýst vegna veðurs

Flugum aflýst vegna veðurs

Air Iceland Connect neyddist til að aflýsa flugum til Akureyar og Ísafjarðar í dag vegna veðurs. Um 60 manns sem áttu bókað flug hjá flugfélaginu í dag komast því ekki leiðar sinnar með flugi. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Árni Gunnarsson, framkvæmdatjóri Air Iceland Connect segir að vegna stormviðvaranna verði ekkert flogið meira í dag. Ekkert er flogið á jóladag og næsta flug verður því ekki fyrr en á annan í jólum

Hann bendir á að margir farþegar hafi líklega verið búnir að gera ráðstafanir vegna veðurs. Þrátt fyrir að þetta sé óþægilegt fyrir fólk á þessum degi sé ekki hægt að ráða við veðrið og fólk hafi sýnt því skilning.

UMMÆLI

Sambíó