Fræsafn opnað á Amtsbókasafninu á Akureyri

Fræsafn opnað á Amtsbókasafninu á Akureyri

Fimmtudaginn 2. mars verður fræsafn opnað á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á fræsafninu getur hver sem er fengið fræ sér að kostaðarlausu en fólk getur einnig gefið safninu fræ sem það sér ekki fram á að nota. Jóhann Thorarensen garðyrkjumaður verður á staðnum á fimmtudaginn frá klukkan 17:00 til þess að leiðbeina um sáningu fræja.

Í fræsafninu er að finna úrval af fræjum sem safnið hefur fengið gefins, kryddjurtir, matjurtir, sumarblóm og fjölæringar. Fræsafnið verður aðgengilegt á opnunartíma bókasafnsins og fólki er frjálst að fá úr safninu án aðstoðar.

Fræsafnið er stofnað til þess að byggja upp samfélag ræktenda og hvetja fólk til þess að rækta eigin matvæli og aðrar plöntur. Markmiðið er einnig að styðja við deilihagkerfið, minnka sóun og gefa fólki tækifæri til þess að prófa sig áfram í ræktun sér að kostnaðarlausu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó