Fyrsti titill KA/Þórs í hús eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ

Fyrsti titill KA/Þórs í hús eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ

KA/Þór vann sannfærandi sigur á ríkjandi deildar- og bikarmeisturum Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í gær.

Leiknum lauk með 30-23 sigri KA/Þór sem voru 17-10 yfir í hálfleik. Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í leiknum.

„Liðið er fullt sjálfstrausts og það er alveg ljóst að þessi sigur mun bara styrkja okkur. Við komum af fullum krafti inn í Olísdeildina þegar hún hefst undir næstu helgi. Það eru ekki mörg lið sem vinna Fram í Safamýri með sjö mörkum,“ sagði Martha í viðtali við handbolti.is eftir leikinn.

Úrvals­deild kvenna, Olís­deild­in, hefst 11. sept­em­ber. KA/Þ​ór fer þá í heimsókn til Vest­manna­eyja og mæt­ir ÍBV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó