Fyrstu bekk­ing­ar á Akureyri fengu hjálma að gjöf

Fyrstu bekk­ing­ar á Akureyri fengu hjálma að gjöf

Um helgina fór fram hin árlega afhending hjálma til 1. bekkinga í grunnskólum Akureyrar. Kiwanis og Eimskip standa fyrir verkefninu sem hefur verið virkt frá því árið 1991.

Alls eru gefn­ir um 270 hjálm­ar á Ak­ur­eyri og  alls um 310 á öllu Eyja­fjarðarsvæðinu.

„Öryggis- og forvarnarmál eru okkur afar mikilvæg og því stendur verkefnið okkur nærri, þar sem verkefninu er ætlað að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins,“ segir í tilkynningu.

UMMÆLI