Krónan Akureyri

Græni hatturinn um verslunarmannahelgina

Græni hatturinn um verslunarmannahelgina

Það verður heldur betur nóg um vera um Verslunarmannahelgina á Græna hattinum. Endalaus tónlist og skemmtun verður á dagskrá en Stjórnin, Magni og Matti Matt munu sjá til þess að helgin verði ógleymanleg.
Kynntu þér dagskrána hér að neðan.

Fimmtudagurinn 28.júlí og föstudagurinn 29.júlí
Classic Rock með Magna og Matta Matt. Drengirnir ætla að flytja margar af stærstu perlum rokksögunnar með einvalaliði hljóðfæraleikara.
Flutt verða lög hljómsveita á borð við, Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas, Pink Floyd og svo miklu miklu meira en það!! 

Söngur og Gítar: Magni Ásgeirsson
Söngur og Gítar Matthías Matthíasson
Gítar: Einar Þór Jóhannsson
Bassi: Ingimundur Óskarsson
Trommur: Ólafur Hólm
Orgel og hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson.

Tryggið ykkur miða á https://graenihatturinn.is 

Laugardagurinn 30.júlí og sunnudagurinn 31.júlí
Stjórnin – Stjórnin heldur tónleika á Græna Hattinum un verslunarmannahelgina. Sigga og Grétar fara yfir 30 árin og leika öll sín vinsælustu lög: Eitt lag enn, Ein, Láttu þér líða vel, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni, Ég gefst ekki upp, Utan úr geimnum, Þessi augu, Til í allt, Þegar sólin skín, Yatzy, Nei eða já, Allt eða ekkert, Sumarlag, Allt í einu, Ég fæ aldrei nóg af þér, Segðu já og Hleypum gleðinni inn.
Stjórnina skipa; Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Eiður Arnarsson, Kristján Grétarsson og Sigfús Óttarsson.

Tryggið ykkur miða á https://graenihatturinn.is

Krónan Akureyri

UMMÆLI

Sambíó