GRINGLO safnar fyrir útgáfu breiðskífu

GRINGLO safnar fyrir útgáfu breiðskífu

Akureyrska hljómsveitin GRINGLO undirbýr nú útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar. Hljómsveitin gaf út 6 laga plötu á Spotify síðasta sumar og stefnir nú á að bæta við verkið.

Þessa daganna vinnur hljómsveitin hörðum höndum að seinni kafla plötunnar sem mun kallast To the Ocean og inniheldur sex ný lög. Saman munu þessi 12 lög mynda breiðskífuna From Source, to the Ocean – A Tale of Two Rivers sem verður gefin út bæði á netinu og í plötuformi.

Lögin á plötunni voru samin á árunum 2014-2017 þegar Ivan Mendez, söngvari sveitarinnar ferðaðist um heiminn.

„Tónlistin á plötunni er mín leið til þess að græða sár mín og sjá mig og aðra hluti í nýju ljósi. Hvert einasta lag er hluti af minni vegferð og hluti af hjarta mínu,“ segir Ivan.

Hljómsveitin stendur nú fyrir söfnun á Karolinafund til að fjármagna útgáfuna en þar er boðið upp á einkatónleika, miða á útgáfutónleika, boli og margt annað sem og eintök af plötunni sjálfri.

Smelltu hér til þess að lesa nánar um söfnunina og fyrir upplýsingar um hvernig má styrkja hljómsveitina.

Lög plötunnar:
1. Dawn
2. Light of New Day
3. Through the Doubt
4. Stranger
5. The River
6. Paper Bags
7. Human
8.When we were Young
9. Brother
10. LVRS
11. Whisper to the Wind
12. The River (pt.2)

Sambíó

UMMÆLI