Guðni fékk 93,4 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi

Guðni fékk 93,4 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sigraði forsetakosningar í gær. Guðni hlaut 92,2% atkvæða í kosningunum. Mótframbjóðandi hans Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8% atkvæða.

Í Norðausturkjördæmi hlaut Guðni 93,4% atkvæða og Guðmundur 6,6%.

Um 69,1% kjósenda á kjörskrá í Norðausturkjördæmi greiddi atkvæði. Það eru 20.514 atkvæði. Guðmundur Franklín fékk 1.317 þeirra, Guðni 18.535. Auðir seðlar voru 549 og 113 ógildir.

Sambíó

UMMÆLI