Harley Willard fer frá Þór yfir í KAMynd: ka.is

Harley Willard fer frá Þór yfir í KA

Knattspyrnukappinn Harley Willard hefur gengið til liðs við KA. Skotinn skrifaði í dag undir samning hjá félaginu. Willard lék með Þórsurum á nýliðnu sumri.

„Knattspyrnudeild KA fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Harley Bryn Willard skrifaði undir hjá félaginu. Willard er 25 ára gamall framherji frá Skotlandi sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 og vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína,“ segir á vef KA.

Willard var hluti af akademíu Arsenal á sínum tíma og lék svo síðar meir með yngriliðum Southampton. Hann kom loks til Íslands árið 2019 og lék með Víking Ólafsvík í þrjú sumur, 2019-2021 og var meðal annars valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Með Víkingum lék hann 68 leiki í deild og bikar og gerði í þeim alls 36 mörk.

Í kjölfarið gekk hann í raðir Þórsara þar sem hann lék 24 leiki og gerði í þeim 15 mörk. „Í lok tímabils gaf Willard það út að hann vildi reyna fyrir sér á stærra sviði og erum við afar spennt að sjá hvernig hann kemur inn í okkar öfluga lið, velkominn í KA Harley,“ segir í tilkynningu KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó