Akureyri-Færeyjar

Háskólinn á Akureyri stóreykur framboð námskeiða á meistarastigi

Háskólinn á Akureyri stóreykur framboð námskeiða á meistarastigi

Háskólinn á Akureyri hefur stóraukið framboð á námskeiðum á meistarastigi við Auðlinda- og Viðskiptadeild og býður upp á 13 ný námskeið fyrir skólaárið 2021-2022. Þetta kemur fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri.

Á undanförnum árum hefur Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri boðið upp á rannsóknatengt meistaranám í bæði Auðlinda- og Viðskiptadeild þar sem námsskrá meistaranámsins er sniðin að hverjum og einum stúdent.

Hægt verður að sækja um meistaranám í auðlindafræði (líftækni og sjávarútvegsfræði), stjórnun sjávarauðlinda eða viðskiptafræði. Til viðbótar er boðið upp á meistaranámslínuna MARBIO, en sú lína er samnorrænt meistaranám í framleiðslu og nýtingu á lífrænum sjávarafurðum og er boðið upp á sameiginlega af þremur norrænum háskólum auk HA: Háskólanum á Hólum, Háskólanum í Gautaborg og Nord-háskólanum í Bodö, Noregi.

Námskeiðin sem boðið verður upp á skólaárið 2021-2022 má skoða á vef Háskólans með því að smella hér.

UMMÆLI