Krónan Akureyri

Hátt í 6 þúsund boðuð í örvunarbólusetningu á Akureyri

Hátt í 6 þúsund boðuð í örvunarbólusetningu á Akureyri

Hátt í 6 þúsund einstaklingar hafa verið boðaðir í örvunarbólusetningar vegna Covid-19 á Akureyri á næstu tveimur dögum, 8. og 9. des á Slökkvistöðinni.

Bólusett verður frá klukkan 9 til 16 með mRNA bóluefni. Til að komast hjá umferðartöfum eru einstaklingar beðnir um að koma gangandi ef kostur er, sameinast í bíla og virða dagsetningar boðana.

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur þegar að lágmarki eru  5-6 mánuðir liðnir frá grunnbólusetningu.

Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá grunnbólusetningu. 

Bólusett verður með mRNA Pfizer og mRNA Moderna, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó