Heilsueflingardagur í Lystigarðinum

Heilsueflingardagur í Lystigarðinum

Starfsfólk hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni ætlar að efna til dagskrár í kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri, laugardaginn 30.apríl frá klukkan 09-14. Boðið verður upp á morgunverð og léttan hádegisverð, fræðslu frá sérfræðingunum, með áherslu á styrkleika, gleði og sjálfsþekkingu, núvitundaræfingu, umræður og heilsueflingu.

Allt er þetta innifalið í verðinu sem er mjög stillt í hóf og 10% afsláttur er veittur  ef 5 eða fleiri bóka sig saman.

„Oft var þörf en nú er nauðsyn að okkar mati að gleyma okkur ekki í umræðu um vanheilsu og erfiðleika en gleðjast yfir því sem er gott og heilt í okkur öllum.- og fagna vorinu í leiðinni,“ segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó