Heimir Örn Árnason nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Heimir Örn Árnason nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Heimir Örn Árnason, deildarstjóri í Naustaskóla og handboltaþjálfari, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 737, þar af voru 717 atkvæði gild. 20 atkvæði voru auð eða ógild.

Þetta er í fyrsta sinn sem að Heimir býður sig fram í stjórnmálum. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, varð önnur og Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi, lenti í þriðja sæti í kjörinu. Hildur Brynjarsdóttir er í fjórða sæti lista Sjálfstæðisflokksins.

Ketill Sigurður Jóelsson og Þórhallur Harðarson gáfu einnig kost á sér í prófkjörinu.

Úrslit eru eftirfarandi:

1. Heimir Örn Árnason með 388 atkvæði í 1. sæti
2. Lára Halldóra Eiríksdóttir með 387 atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Þórhallur Jónsson með 412 atkvæði í 1. – 3. sæti
4. Hildur Brynjarsdóttir með 481 atkvæði í 1. – 4. sæti

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó