Hildur Eir gefur út ljóðabók

Hildur Eir gefur út ljóðabók

Á morgun, fimmtudaginn 27. janúar, kemur út ljóðabókin Meinvarp eftir séra Hildi Eir Bolldóttur, prest í Akureyrarkirkju.

Meinvarp er þriðja bók Hildar en hún hefur áður gefið út bókina Hugrekki – saga af kvíða sem kom út árið 2016 og ljóðabókina Líkn árið 2019. Hugreggi – saga af kvíða var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2017.

„Hildi Eiri lætur einkar vel að fjalla um erfið mál. Að þessu sinni lýsir hún af einlægni, næmni og húmor glímu sinni við krabbamein og þeim tilfinningum sem fylgja átökunum: Sársauka og sorg en líka gleði, trú, von og sátt,“ segir í tilkynningu frá Vöku – Helgafelli, útgefanda bókarinnar.

Sambíó

UMMÆLI