Hildur Eir gefur út ljóðabók

Hildur Eir gefur út ljóðabók

Séra Hildur Eir Bolladóttir sendi á dögunum frá sér ljóðabókina Líkn. Þetta er fyrsta ljóðabók Hildar en Forlagið stendur að útgáfu bókarinnar.

Í umsögn um bókina segir:

Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur í Akureyrarkirkju. Hún hefur vakið athygli fyrir beinskeittar predikanir, sjónvarpsþætti og pistla. Hún hefur áður gefið út bókina Hugrekki – sögu af kvíða sem þótti einlæg og fyndin þrátt fyrir erfitt viðfangsefni. Bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2017.

Hér yrkir Hildur Eir um söknuð og trega og þá hreinsun sem á sér stað í kjölfarið. Hildi er einkar lagið að fjalla um erfiðar tilfinningar á hispurslausan hátt og það sem helst líknar mannssálinni

Sambíó

UMMÆLI