Hildur Eir tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2017

Mynd: www.hildureir.is

Mynd: www.hildureir.is

Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur á Akureyri var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna við athöfn á Borgarbókasafninu í Reykjavík þann 6. desember síðastliðin. Hildur er tilnefnd fyrir bókina sína Hugrekki – Saga af kvíða. Hún er tilnefnd í flokknum Fræðibækur og rit almenns eðlis ásamt Steinunni Sigurðardóttur fyrir bókina Heiða – Fjallabóndinn og Elvu Björgu Einarsdóttur fyrir bókina Barðastrandahreppur – göngubók

Rökstuðningur dómnefndar verðlaunanna fyrir því að Hildur sé tilnefnd er eftirfarandi:

Í bókinni Hugrekki – sögu af kvíða segir Hildur Eir Bolladóttir frá þráhyggju og kvíða sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Frásögnin er persónuleg en hefur jafnframt almenna skírskotun sem margir geta eflaust tengt við eigin reynsluheim. Í bókinni lýsir höfundur ýmsum birtingarmyndum kvíða, áráttuhegðunar og þráhyggju og þeim áhrifum sem þetta hefur haft á líf hennar og líðan. Hún lýsir því hve erfitt getur reynst að átta sig á einkennunum sem fylgja andlegum kvillum en leggur áherslu á að smám saman sé hægt að læra að halda þeim niðri. Það er síður en svo óalgengt að fólk glími við lamandi kvíða eða konur finni fyrir fæðingarþunglyndi og þurfi jafnvel að leita á geðdeild, en margvísleg tabú og ranghugmyndir eru tengd þessum sjúkdómum. Styrkur bókarinnar felst ekki síst í að Hildur Eir ræðir opinskátt um þessi tabú og og beitir húmor þótt hún fjalli um alvarleg málefni. Hildur Eir er vel menntuð kona sem þjónar sem prestur í stórri sókn. Saga hennar sýnir hvernig hægt er að takast á við vandann og nýta hann til að hjálpa öðrum.

Við óskum Hildi Eir til hamingju með tilnefninguna.

Hildur (lengst til vinstri) við athöfnina.

Hildur (lengst til vinstri) við athöfnina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó