Hjúkrunarfræðingar SAk og HSN manneskjur ársins 2020 á Kaffið.is

Hjúkrunarfræðingar SAk og HSN manneskjur ársins 2020 á Kaffið.is

Hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru manneskjur ársins samkvæmt lesendum Kaffið.is.

Hjúkrunarfræðingar sigruðu æsispennandi kosningu sem Kaffið stóð fyrir á dögunum. 845 lesendur kusu hjúkrunarfræðinga sem manneskju ársins.

Sjá einnig: Tilnefningar til manneskju ársins 2020 á Kaffinu

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni á Akureyri sinntu almennri þjónustu auk þess að svara öllum símtölum vegna Covid, bóka í sýnatökur og taka öll þau sýni sem þarf að taka í tengslum við faraldurinn á svæðinu. Hjúkrunarfræðingar eru sannarlega hetjur sem færðu miklar fórnir á árinu til þess að koma okkur í gegnum baráttuna við heimsfaraldurinn.

Í öðru sæti var Aðalheiður Einarsdóttir, íbúi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, sem afrekaði það að hjóla 832 kílómetra á 20 dögum. Aðalheiður var hluti af liði Hlíðar í alþjóðlegri hjólakeppni eldri borgara, Road Worlds for Seniors. Aðalheiður fékk 816 atkvæði.

Í þriðja sæti voru Sunna Ósk Jakobsdóttir og Sigrún Steinarsdóttir, stofnendur Matargjafa á Akureyri og nágrenni með 814 atkvæði.

Mynd: Kristín Hrönn Reynisdóttir, Lára Baldvinsdóttir og Berglind Júlíusdóttir taka við viðurkenningu fyrir hönd hjúkrunarfræðinga. Jónatan Friðriksson afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Kaffið.is.

Sambíó

UMMÆLI