Hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni í umferð á Norðurlandi

Hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni í umferð á Norðurlandi

Lögreglunni Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Þetta kemur fram í færslu lög­regl­unn­ar á Face­book.

„Þarna er um grafal­var­legt mál að ræða en eins og ný­leg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættu­leg efni,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar.

Lögreglan biður fólk um að vera á varðbergi gagn­vart þess­um ófögnuði. Ef ein­hverj­ir kunna að búa yfir upp­lýs­ing­um um málið þá er skorað á þá að hafa sam­band við lög­regl­una.

UMMÆLI