Hlíðarfjall heimavöllur íslensku landsliðanna á skíðum

Hlíðarfjall heimavöllur íslensku landsliðanna á skíðum

Í vikunni var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf á milli Skíðasambands Íslands og Akureyrarbæjar. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær mun útvega Skíðasambandinu skrifstofuaðstöðu fyrir starfsstöð sambandsins og leggja fram skíðasvæðið í Hlíðarfjalli sem heimavöll íslensku landsliðanna á skíðum.

Í fréttatilkynningu á vef Akureyrarbæjar segir: „Akureyrarbær mun í samvinnu við SKÍ kappkosta að hafa aðstæður sem bestar til æfinga á hverjum tíma. Með samstarfssamningnum eru báðir aðilar að leggja sitt af mörkum til að auka enn frekar framgang skíðaíþróttarinnar á Íslandi og bæta aðstæður til iðkunnar hennar.“

UMMÆLI

Sambíó