Hljómsveitin SKURK gefur út myndband við lagið Refsing

Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst á Neskaupsstað í dag 5. júlí og mun standa fram á laugardag. SKURK er ein af hljómsveitunum sem kemur fram á hátíðinni en þeir spila á föstudag, 7 júlí.

SKURK er þungarokkshljómsveit frá Akureyri sem var stofnuð árið 1990. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Guðni Konráðsson, Hörður Halldórsson, Kristján B. Heiðarsson og Jón Heiðar Rúnarsson.

Hljómsveitin ákvað í tilefni Eistnaflugs að gefa út myndband við lagið Refsing. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI