Hollenskur markaskorari til liðs við Þór

Hollenskur markaskorari til liðs við Þór

Þórsarar hafa fengið til liðs við sig hollenska knattspyrnumanninn Rick Ten Voorde fyrir komandi átök í Inkasso deildinni.

Þórsarar eru í baráttu um það að komast upp í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Ten Voorde er 28 ára og hefur spilað með Víkingi Reykjavík frá því að hann kom hingað til lands í janúar á síðasta ári.

Rick hefur m.a. leikið í efstu deild í Hollandi, ennfremur á hann að baki leiki fyrir yngri landslið Hollands. Áður en hann gekk til liðs við Víking lék Rick með Hapoel Ramat Gan í Ísrael.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó