Hrafndís Bára vill leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi

Hrafndís Bára vill leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi

Hrafn­dís Bára Ein­ars­dótt­ir sæk­ist eft­ir því að leiða lista Pírata í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar í haust. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hrafn­dísi.

Hrafndís tók þriðja sæti listans fyrir kosningarnar 2017 og hún segist þar hafa öðlast mikla innsýn í kosningavinnuna. Hún telur sig tilbúna að takast á við það að nýju. Hrafndís starfaði þá sem kosningarstjóri Pírata á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

„Pírötum vil ég bjóða krafta mína núna vegna þess að ég vil tilheyra spillingarlausum flokki. Ég vil tilheyra flokki með mikla réttlætiskennd og ég til tilheyra hópi fólks sem starfar af heilindum og elju. Ég er tilfinninganæm og læs á fólk og hef því hrifist af því flotta fólki sem fer fyrir Pírötum og fengið góða tilfinningu fyrir þeim. Fyrir mér er tíminn núna, börn að vaxa úr grasi og ég tilbúin í ný verkefni,“ segir Hrafndís.

UMMÆLI