Hreinn Þór nýr framkvæmdastjóri ÍV sjóða

Hreinn Þór Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. Hann tekur við starfinu af Jóhanni Steinari Jóhannssyni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍV sjóðum.

Hreinn Þór er með M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Hreinn starfaði áður hjá ÍV sjóðum sem sjóðstjóri fagfjárfestasjóða. Frá upphafi árs 2017 hefur hann starfað við sérhæfðar fjárfestingar hjá Íslenskum verðbréfum. Hreinn Þór hefur starfað við atvinnuþróun hjá Akureyrarbæ 2012-2014, en lengst af frá árinu 2005 starfaði hann sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Íslandsbanka/Glitni banka.

Kolbeinn Friðriksson, formaður stjórnar ÍV sjóða segir það að fá Hrein til baka sé mikill fengur fyrir félagið og að hann muni hjálpa til við að viðhalda því góða starfi sem þar hafi verið unnið. „Félagið er nú sem endranær vel í stakk búið til að bregðast við örri þróun á mörkuðum og nýta tækifæri sem gefast. Stjórn félagsins vill þakka Jóhanni Steinari fyrir vel unnin störf og koma á framfæri óskum um velfarnað í nýju starfi.“ 

Hreinn mun einnig spila handbolta með KA mönnum í Grill66 deildinni í vetur en hann skrifaði undir samning við félagið á dögunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó