Hugmyndasamkeppni um nýtingu á lóð AkureyrarvallarSkjáskot: RÚV

Hugmyndasamkeppni um nýtingu á lóð Akureyrarvallar

Farið verður í hugmyndasamkeppni um nýtingu á lóðinni sem Akureyrarvöllur stendur á í dag, á besta stað í bænum. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Völlurinn er, sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi, skil­greind­ur sem þró­un­ar­svæði. Það er því í höndum Akureyringa að ákveða hvað tekur við á svæðinu. 

„Við erum alveg á því þessi bæjarstjórn sem er að fara frá núna að það sé réttast að setja þetta í hugmyndasamkeppni og sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar við RÚV.

„Ég efast ekki um að það verði rifist en ég ætla vona að komandi bæjarstjórn standi í lappirnar og búi til peninga úr þessu svæði því þetta er stórt tækifæri.“ 

Nánari umfjöllun má finna á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó