Hverfisráð Oddeyrar enn á móti áformum um byggingar á Oddeyri

Hverfisráð Oddeyrar enn á móti áformum um byggingar á Oddeyri

Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnti breytingar á aðalskipulaginu í byrjun maí. Þar var sett það skilyrði að nýjar byggingar verði ekki hærri en 25 m.y.s. og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 m.y.s. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða 6 til 8 hæðir, allt eftir útfærslu. Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25% rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Áður höfðu verið kynnt áfrom um að heimila allt að ellefu hæða hús á reitnum en þau áform mættu mikill andstöðu meðal íbúa.

Sjá einnig: Nýtt kennileiti Akureyrar?

Berglind Ósk Óðinsdóttir, formaður hverfisnefndar Oddeyrar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að lækkunin sem hafi verið boðuð breyti engu um afstöðu nefndarinnar og íbúa.

„Það er bara eins, hvort sem maður talar við fólk sem býr inni á Eyrinni eða bara annars staðar í bænum að fólki finnst þetta bara skrýtið. Þetta á ekki við. Það er gott skipulag í gildi sem bærinn ætti frekar að beita sér fyrir að sé unnið eftir. Þetta verður bara ekki smekkleg breyting ef þetta nær í gegn. Mér finnst viðhorf fólks ekki hafa breyst neitt við þessa breytingu á tillögunni,“ segir Berglind á RÚV.

Í núgildandi skipulagi á reitnum er gert ráð fyrir að hús séu þrjár til fjórar hæðir.

Sambíó

UMMÆLI