Listasafnið á Akureyri

Ísold Fönn fyrst Íslendinga til að sigra alþjóðlegt mót á listskautum

Ísold Fönn

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar gerði sér lítið fyrir og landaði sigri í keppnisflokknum Advanced Novie á Grand Prix mótinu í Bratislava um helgina.

Ísold fékk 93,39 stig samtals.Hún var ein af 33 keppendum frá 10 löndum. Þess má geta að Ísold er fyrst Íslendinga til að sigra á ISU eða alþjóðlegu móti í listhlaupi á skautum.

Þetta er frábær árangur í listhlaupi á skautum erlendis en Ísold er aðeins 11 ára gömul.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó Sambíó