Jóhann Már er íshokkímaður ársins 2022

Jóhann Már er íshokkímaður ársins 2022

Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2022 af stjórn Íshokkísambandi Íslands.

Jóhann Már hefur leikið með Skautafélagi Akureyrar (SA) allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil í Bandaríkjunum með Niagra Fury árin 2011 til 2012 og eitt tímabil  í Svíþjóð með Motala árin 2015 til 2016. Hann hefur verið lykilmaður í liði SA frá 14 ára aldri. 

Jóhann Már hefur unnið fjölda Íslands- bikar- og deildarmeistaratitla. Hann hefur sýnt yfirburði á síðasta og núverandi tímabili í Hertz-deild karla og var valinn besti sóknarmaðurinn á heimsmeistaramóti IIHF í apríl síðastliðnum.

Jóhann Már hefur leikið með landsliðum Íslands frá unglingsaldri og hefur átt fast sæti undanfarin ár í A landsliði karla. Jóhann Már er lykilmaður  í landsliðinu, hefur átt mikinn þátt í árangri liðsins undan farin misseri og er til fyrirmyndar í alla staði.

„Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn,“ segir í tilkynningu á vef ÍHÍ.

UMMÆLI