KA í úrslit Coca Cola bikarsinsMynd: KA.is/Egill Bjarni

KA í úrslit Coca Cola bikarsins

Handboltalið KA tryggði sig í gær áfram í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Selfossi. KA menn unnu 28:27 sig­ur í fram­lengd­um leik. Leikið var í íþrótta­húsi Hauka á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði. 

Leikurinn var æsispennandi og mikil stemning var í höllinni þar sem fjöldi stuðningsfólks KA kom saman. Eftir að venjulegum leiktíma lauk með jafntefli þurfi að framlengja. Selfyssingar leiddu leikinn þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni. Óðinn Þór Ríkharðsson jafnaði þá metin og í næstu sókn varði Satchwell í marki KA.

Þá hafði liðið rúmar 10 sekúndur til að tryggja sér sigurinn og það tókst. Arnar Freyr Ársælsson skoraði sigurmarkið í blálokin og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá gulum og bláum.

KA leik­ur til úr­slita á laug­ar­dag­inn gegn Vals­mönn­um en þeir unnu FH í hinum undanúrslitaleiknum.

Sambíó

UMMÆLI