KA menn fá Grindavík í heimsókn í síðasta heimaleik sumarsins

KA tekur á móti Grindavík í Pepsi deild karla í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Akureyrarvelli en þetta er síðasti heimaleikur KA í sumar. KA menn geta með sigri tryggt það að liðið endi í eftri hluta Pepsi deildarinnar í sumar.

KA menn eru fyrir leikinn í 6. sæti með 26 stig tveimur stigum á eftir Grindavík í 5. sæti. Bæði liðin eru nýliðar í deildinni í sumar. Grindavík vann fyrri leik liðanna í sumar 2-1 á Grindavíkurvelli.

Eins og vanalega verða seldir hamborgarar á vægu verði fyrir leik og þá munu Schiöthararnir vera með hoppukastala og léttar veitingar við Njálsbúð. Völlurinn opnar 13:00 en leikurinn hefst 14:00. Aðgangseyrir er 2000kr en frítt er fyrir alla iðkendur KA.

 

UMMÆLI

Sambíó