Kristján Þór leitar ekki endurkjörs í haust

Kristján Þór leitar ekki endurkjörs í haust

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hyggst ekki leita end­ur­kjörs í alþing­is­kosn­ing­un­um, sem fram fara í haust. Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Kristján Þór í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

„Ég hef hugsað þetta og bú­inn að gera það upp við mig, að þetta sé orðið gott eft­ir 35 ára þjón­ustu í stjórn­mál­um og ætla því ekki að leita end­ur­kjörs í haust,“ seg­ir Kristján Þór í viðtal­inu.

Kristján segir þó að hann verði áfram virkur í Sjálfstæðisflokknum og muni ekki draga sig alveg í hlé frá stjórnmálum. Hann verði þó ekki áfram í flokksforystunni að þessu kjörtímabili loknu.

Ferill Kristjáns í stjórnmálum hófst þegar hann var 29 ára ráðinn bæjarstjóri á Dalvík. Síðar varð hann bæjarstjóri á Ísafirði og Akureyri. Hann var kjörinn á Alþingi 2007 og varð ráðherra árið 2013. Hann hefur setið í öllum ríkisstjórnum síðan þá. Kristján hefur gegnt embætti heil­brigðisráðherra, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og loks sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

UMMÆLI