Kveikt á jólatrénu á laugardaginnMynd: Ragnar Hólm / Akureyrarbær.

Kveikt á jólatrénu á laugardaginn

Á laugardaginn kemur, þann 23. nóvember kl. 16:00, taka Akureyringar formlega við jólatrénu sem vinabærinn Randers í Danmörku gefur þeim að venju og verður ýmislegt til gamans gert, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Lúðrasveit Akureyrar spilar jólalög frá kl. 15:45 undir stjórn Sóleyjar Einarsdóttur en klukkan 16:00 mæta jólasveinarnir á Ráðhústorg og heilsa upp á bæjarbúa. Eva Egesborg Hansen, sendiherra Dana á Íslandi, og Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri, afhenda jólatréð með formlegum hætti og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, flytur ávarp.

Alexandra Maren Ásgeirsdóttir Lie, tveggja og hálfs árs, tendrar ljósin á jólatrénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri og nýtur við það aðstoðar Evu og Ásthildar. Jólasveinarnir syngja sígild jólalög með viðstöddum og gefa að lokum hollt góðgæti.

Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI