Listasafnið á Akureyri: Verk eftir 23 myndlistarmenn valin á sýninguna Afmæli 

Listasafnið á Akureyri: Verk eftir 23 myndlistarmenn valin á sýninguna Afmæli 

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli, sem mun standa yfir 2. júní – 24. september næstkomandi. Alls bárust umsóknir frá 43 listamönnum og yfir 100 verk, en forsenda umsóknar var að listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Listasafnið þakkar fyrir allar innsendar umsóknir. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Að þessu sinni var valið sérstakt þema fyrir sýninguna, Afmæli, í tilefni af 30 ára afmæli Listasafnsins í ágúst.

Dómnefnd valdi verk eftir 23 listamenn, en hana skipuðu Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri Listasafnsins, Dagrún Matthíasdóttir úr safnráði Listasafnsins, Herdís Björk Þórðardóttir úr safnráði Listasafnsins og Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Andrea Weber, Auður Lóa Guðnadóttir, Auður Ómarsdóttir, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Erwin van der Werve, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Hjördis Frímann, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, J. Pasila, Jonna Jónborg Sigurðardóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Jónína Björg Helgadóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Sigurður Mar, Stefán Boulter, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir.                 

Gefin verður út sýningarskrá á íslensku og ensku og reglulega verður leiðsögn um sýninguna með þátttöku listamanna.

Sambíó Sambíó

UMMÆLI

Sambíó