MA í 8 liða úrslit í Morfís

MA í 8 liða úrslit í Morfís

Menntaskólinn á Akureyri er kominn áfram í 8 liða úrslit í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Þetta varð ljóst eftir glæsilegan sigur á FG í 16 liða úrslitum í Kvosinni í MA í kvöld. Þetta kemur fram á vef skólans.

Ræðumaður kvöldsins var Jóhannes Óli Sveinsson í liði MA.

„Glæsileg frammistaða hjá Birni Gunnari, Jóhannesi Óla, Laufeyju Lind og Malín Mörtu. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn,“ segir á ma.is.

UMMÆLI