MA í undanúrslit í Morfís

MA í undanúrslit í Morfís

Lið Menntaskólans á Akureyri tryggði sig áfram í undanúrslit Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, um helgina. Lið MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum í Ármúla í 8-liða úrslitum.

Þegar upp var staðið hafði MA 78 stig í forskot á FÁ. Yfirskrift viðureignarinnar var Heimur þar sem að dýr geta talað. Lið MA var með en lið FÁ var á móti.

Lið MA er skipað þeim Heiðrúnu Hafdal Björgvinsdóttur, Kristu Sól Guðjónsdóttur, Sjöfn Huldu Jónsdóttur og Þorsteini Jakobi Klemenzsyni. Krista Sól var valinn ræðumaður kvöldsins.

UMMÆLI

Sambíó