Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Magnús Steinar sigraði í eftirrétta keppni Arctic ChallengeKeppendur í eftirréttakeppni Arctic Challenge.

Magnús Steinar sigraði í eftirrétta keppni Arctic Challenge

Eftirréttakeppni Arctic Challenge var haldin í dag, laugardaginn 1.október. Dagurinn hófst snemma enda að mörgu að huga í svona matreiðslukeppnum og nóg að undirbúa. Alls voru sjö keppendur frá mismunandi veitingahúsum í bænum sem tóku þátt.

Keppendur voru með frábæra eldhúsaðstöðu með allt nauðsynlegt til taks, en keppning var haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Leyfilegt var að koma með allt hráefni forunnið til samsetningar fyrir keppnina svo einungis þurfti að setja réttinn saman áður en dómarar smökkuðu.

Efnilegir keppendur og metnaðurinn mikill

1.sæti í eftirréttakeppninni – Magnús Steinar Magnússon.

Keppendur fengu ákveðið þema sem þeir áttu að fara eftir við vinnslu á eftirréttinum en í ár var þemað „Íslenska haustið“ valið. Eftirréttir urðu að innihalda þrjú ákveðin hráefni sem skyldu vera ríkjandi: Lakkrís, ber og súkkulaði.

,,Það vantaði ekki hugmyndaflugið hjá þessum efnilegu keppendum og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Virkilega ánægjulegt að sjá metnaðinn og ástríðuna,“ segir Ída Írene Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum keppninnar.

Dómnefndi dæmdi eftir bragði og áferð, vinnu, útliti, skil á réttum tíma, útlit og frágang möppu sem skilað var inn fyrir keppnina. Í dómnefnd voru matreiðslumennirnir Alfreð Pétur Sigurðsson og Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir.

Efstu þrjú sætin í keppninni:


1.sæti – Magnús Steinar Magnússon

2.sæti – Davíð Þorsteinsson

3.sæti – Hafþór Freyr Sveinsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó