Marc Rochester Sorensen í Þór

Marc Rochester Sorensen í Þór

Danski knattspyrnumaðurinn Marc Rochester Sorensen er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta á komandi sumri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins í dag.

Marc er þrítugur að aldri og reynslumikill miðjumaður sem hefur á ferli sínum leikið 99 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, flesta með Silkeborg. Marc kemur til Þórs frá Öster í Svíþjóð þar sem hann lék með liðinu í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfara KA og Vals.

Hann var í lykilhlutverki í liði Öster sem hafnaði í 3.sæti deildarinnar; lék 26 leiki og skoraði í þeim fimm mörk auk þess að eiga þrjár stoðsendingar en Marc var varafyrirliði liðsins.

„Það má segja að Marc tikki í öll þau box sem við vorum að leita að, hann er skapandi miðjumaður eða sóknarmaður og á þeim aldri sem sárlega vantar í okkar leikmannahóp. Marc hefur spilað í stórum félögum í bæði í Danmörku og Svíþjóð og við teljum að hann eigi eftir að hjálpa okkar yngri leikmönnum mikið með leiðtogahæfni sinni,  segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, í viðtali við heimasíðu félagsins..

Í tilkynningu Þórs segir að Marc komi til Akureyrar um helgina og að hann verði klár í fyrsta leik í Lengjubikarnum sem verður gegn Keflavík í Boganum sunnudaginn 12. febrúar næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI