Krónan Akureyri

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið

Meirihlutaviðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Akureyri hefur verið slitið. Þetta staðfesti Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans í samtali við Vísi í gær.

Halla segir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðum. Halla segir að flokkarnir hafi óttast það að L-listinn væri með fleiri bæjarfulltrúa og hafi ekki virt heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra flokka á meðan viðræðum stæði.

Heimir Örn Árnason segir á Vísi að flosnað hafi upp úr viðræðum vegna þessa að flokkarnir hafi ekki náð saman um nokkur mál, ekkert eitt hafi staðið upp úr. Hann vill lítið tjá sig um heiðursmannasamkomulag á milli flokkanna.

Nánar má lesa um málið á vef Vísis með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó